Að hitta goðin sín!

Laugardagurinn 26. júlí 2014

Í dag  var kærkominn sólardagur hér á Suðvestur-horninu og af því tilefni ákváðum við fjölskyldan að verja deginum í húsdýragarðinum. Fyrir utan hefðbundna húsdýraskoðun og leiktækjaprófun, var ekki verra að Skoppa og Skrítla voru mættar í garðinn þar sem þær héldu upp á 10 ára afmæli sitt með glæsilegri afmælissýningu, þar sem meðal annars Elisabet Tinna, vinkona okkar, var að dansa.

Skoppa og Skrítla er annars góðkunningjar á heimilinu. Þær stöllur eru í miklu uppáhaldi hjá Svandísi Erlu sem velur oftar en ekki að fá að horfa á þær þegar sjónvarps-/tölvuhorf er í boði, enda nokkrar mismunandi þáttaraðir með þeim til hér á heimilinu.

Eins ótrúlega og það kann að hljóma, virtist það koma starfsfólki húsdýragarðsins í opna skjöldu að fólk myndi fjölmenna í garðinn vegna afmælissýningarinnar og góða veðursins. Við mættum tímanlega og þurftum bara að bíða í 15 miní röð til að komast inn í garðinn en á meðan streymdi fólk að svo sýningu Skoppu og Skrítlu var frestað um 45 min meðan greitt var úr stíflunni. Þetta kom þó ekki að sök þar sem við áttum góða stund í sólinni á meðan.

Afmælissýningin var flott og skemmtileg þó Svandís hafi verið smá stund að átta sig á að Skoppa og Skrítla hafi verið mættar þarna í eigin persónu, en ekki bara sýndar á tjaldi. Eftir sýninguna gat Svandís svo hitt átrúnaðargoðin sín og það var nú ekki leiðinlegt - frekar en að prófa leiktækin og kíkja á dýrin. 

skoppa og skrítla 

Mynd dagsins er tekin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem Svandís Erla hitti þær Skoppu og Skrítlu sem eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Það var mjög gaman í garðinum í dag því fyrir utan glæsilegt veður fór fram skemmtileg afmælissýning hjá Skoppu, Skrítlu og vinum þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband