Ţegar aparnir tóku völdin!

Fimmtudagur 24. júlí 2014

Í gćr, dag og nćstu daga er Kristinn Ţór frćndi (systursonur Ingu) í heimsókn hjá okkur. Ţađ er ţví nóg ađ gera á heimilinu. Eitt af ţví sem átti eftir ađ gera síđan í síđustu heimsókn Kristins til okkar (fórst fyrir síđast) var ađ fara í bíó. Fyrir valinu var myndin Apaplánetan sem ég, Magnús og Kristinn fórum ađ sjá í dag.

Ein af mínum fyrstu minningum um bíó er gömul mynd sem bar ţetta nafn, Apaplánetan, ţar sem gamla stórstjarnan Charlton Heston fór međ ađalhlutverkiđ. Myndin, sem er frá 1968, segir frá geimförum sem lenda geimskipi sínu á ónefndri plánetu ţar sem talandi apar er sú lífvera sem stýrir öllu en fólk er haft sem ţrćlar og vinnudýr hjá ţeim. Í lok myndarinnar kemur svo í ljós ađ ţetta er jörđin sjálf sem hafđi breyst svona međan ţeir voru út í geimnum. Ţessari mynd fylgdu svo 3-4 framhaldsmyndir og einhverjir sjónvarpsţćttir, sem ég sá svo sem aldrei. En ţessi fyrsta Apaplánetumynd situr vel í minningunni enda líklega fyrsta myndin sem ég sá ungur ađ árum, sem er ekki beinlínis ćtluđ ungum börnum. Reyndar voru gerđar nútímaútgáfur af Apaplánetumyndunum 2001 og 2011 en ţćr hef ég ekki séđ.

Mér fannst ţví bara gaman ađ fara međ frćndunum Magnúsi og Kristni í bíó í dag og rifja upp gömul kynni af veröldinni undir stjórn apa. Í ţessari mynd er forsagan reyndar ađeins önnur og snýst um ađ mannkyniđ nćr nánast ađ útrýma sér ţegar mjög bannvćnn veirusjúkdómur kemst óvart út í umhverfiđ. Um leiđ sleppa apar (og fleiri dýr) út af rannsóknastofum. Aparnir ná ađ búa sér til samfélag en lenda í ýmsum ćvintýrum ţegar í ljós kemur ađ einhverjir menn hafa lifađ af og eru ađ reyna ađ byggja samfélagiđ upp á nýtt.

apaplánetan 

Mynd dagsins sýnir frćndurna Magnús Árna og Kristinn Ţór ţar sem ţeir bregđa á leik eftir bíósýningu dagsins ţar sem viđ fórum saman og sáum Apaplánetuna. Verđ nú bara ađ játa ađ ţessi mynd kom bara skemmtilega á óvart og var bara hin ágćtasta skemmtun Smile 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband