Hellarnir í Þórsmörk!

Miðvikudagur 23. júlí 2014

Í dag er heimferðardagur úr Þórsmörk eftir 4 daga gönguferð gönguhópsins Hvatbera um Laugaveginn. Eftir gönguna síðustu daga og veislu gærkvöldsins voru göngumenn mishressir í morgunsárið.

Flestir skelltu sér þó í hressilega morgungöngu sem gekk út á hellaskoðun. Á leiðinni milli Langadals og Húsadals í Þórsmörk eru nefnilega nokkrir skemmtilegir hellar eins og flestir vita sem farið hafa um þetta svæðið. Þekktastir eru án efa hellirinn Skuggi sem allir geta gengið inn í og stendur hann rétt við göngustíginn á miðri leið. Annar áhugaverður er hellirinn Snorraríki sem er þó mun flóknari til inngöngu. Opið í Snorraríki er í um tæplega 5 metra hæð og þarf að klífa nánast sléttan klettavegg til að komast þangað. Þó er búið að sverfa í klettinn nokkur "tök" svo liprir klifrarar sem ekki eru lofthræddir geta kíkt í hellinn. Sagan segir að þarna hafi klifið fyrstur sauðaþjófur að nafni Snorri sem hafi farið þarna upp á fllótta undan bændum. Þarna er auðvelt að verjast og að lokum tókst Snorra að halda lífi með því bíða í hellinum og leika á bændurna. Það verður að segjast eins og er að það eru komin mörg ár (og kíló) síðan ég gat klifrað þarna upp síðast en fulltrúar beggja kynja úr hópnum fóru þó í heimsókn í hellinn í dag.

Skemmtilegasti hellirinn á svæðinu er þó án efa Sönghellir sem er í um 10 min göngufjarlægð frá Húsadal, undir klettinum Össu. Þar geta allir sæmilega á sig komnir klöngrast upp í skemmtilegan og stóran helli sem hefur mjög góðan hljómburð. Það er því til siðs að taka lagið inn í hellinum sem er mjög gaman og var það einmitt gert í dag og jafnvel sungið í röddum. Oftar en ekki hefur Ingimar tengdapabbi tekið nikkuna með sér í hellinn, á ferðum okkar gegnum árin. Í miðjum hellinum er svo yfirleitt lítill foss sem minnir á sturtu og oft eiga göngumenn það til að fara þar í nátturulega sturtu (í eða án klæða) og voru nokkrir sem nýttu sér það (allir samt í fötum í þetta skiptið).

Efti sönghellinn var svo skemmtilegur hringur kláraður með því að ganga á topp Valahnjúks og þegar komið var til baka í Skagfjörðsskála í Langadal var kominn tími til að halda heim eftir frábæra Laugavegsgöngu hjá vina-gönguhópi okkar - Hvatberum!

snorraríki 

Mynd dagsins er úr hellaferð Hvatbera í Þórsmörk í dag. Þarna er Anna Bára vinkona okkar að vippa sér upp í hellinn Snorraríki sem er um miðja vegu á göngustígnum milli Langadals og Húsadals í Þórsmörk. Það er ekki á allra færi að klífa í hellinn sem er í tæplega 5 metra hæð en bæði kynin sendu nú fulltrúa sína þarna upp í dag Smile

Aukamyndir dagsins eru svo af Magnúsi Árna að vakna síðasta morgun Hvatberaferðarinnar 2014 en þarna er hann nokkuð glaður enda hlaðinn verðlaunum eftir lokakvöldvöku Hvatbera í gær, þar sem hann var meðal annars í sigurliðinu í spurningakeppninni og fleira. Hin myndin er svo tekin í Sönghelli þar sem Ásta vinkona okkar var ein af þeim sem prófaði náttúrulega sturtu sem þar er að finna, en þetta er eftir að Hvatberakórinn hafði haldið stutta tónleika í Sönghelli.

Verðalaunahafisönghellir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband