Mögnuð Markarfljótsgljúfur!

Mánudagurinn 21. júlí 2014

Í dag er þriðji dagurinn í Laugavegsgöngu Hvatbera. Gengin verður leiðin milli Álftavatns og yfir í Emstrur (Botna). Eftir þokuverður meirihluta dagsins í gær var veðrið töluvert betra í dag og gekk þetta allt saman mjög vel.

Inga tók sig reyndar til og hvíldi gönguskóna í dag. Í stað þess reimaði hún á sig hlaupaskóna og skokkaði gönguleið dagsins á tæpum tveimur tímum. Þó aðallega hafi þetta verið gert henni til gamans var þetta ákaflega praktískt fyrir hópinn því þá hafði Inga góðan tíma til undirbúa kvöldverðin sem var kjötsúpa samkvæmt leynilegri uppskrift Kvenfélags Héðinsfjarðar og tekur marga klukkutíma að skera grænmeti, kjöt og annað gúmmulaði sem fer í þessa kraftmiklu kjösúpu fyrir 40 manns.

Eftir flottan göngudag fór flestir Hvatberarnir í góða aukaferð meðfram barmi Markarfljótsgljúfurs sem er hvað dýpst rétt við skálan í Emstrum (Botnar) þar sem við gistum. Markarfljótsglúfrin eru alveg mögnuð og segja margir að skoðun á þeim sé það flottasta við Laugaveginn (af mörgu fallegu). Gljúfrin eru með dýpstu gljúfrum á Íslandi, um 180 metrar þar sem þau eru dýpst. 

Um kvöldið var svo Hvatberum boðið upp á ljómandi ljúffenga kjötsúpu og ostatertur með miklum rjóma, áður en kvöldvaka tók við. Flestir voru þó sofnaðir um miðnætti eftir langan en skemmtilega dag.

Hópmynd 

Mynd dagsins er tekin við Álftavatn áður en lagt var í göngu dagsins en þarna er að finna hópmynd af göngugörpum i Hvatberaferðinni 2014.

Aukamyndir dagsins koma úr Markarfljótsglúfrum sem eru hreint alveg mögnuð upplifnum og síðan kemur ein mynd af yngstu göngugörpum ferðarinnar, þeim Magnúsi Árna (11 ára) og Degi Inga (7 ára) sem fóru bara létt með að klára þessa ferð.

Markarfljótsgljúfur

 

Yngstu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband