Valtað yfir vigtina!

Föstudagur 18. júlí 2014

Í dag var mikill ánægjudagur hjá mér. Fyrir nokkru fór ég í nammibindindi (sjá færslu  23. júní) til að bæta aðeins lífsstíllinn og ekki síst til að létta mig um nokkur kíló fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ágúst þar sem ég ætla að hlaupa hálft maraþon.

Samkvæmt plani ætlaði ég í vigtun dagsins að vera kominn niður fyrir þriggja stafa tölu, það er minna en 100 kg. Síðustu ár hef ég meira og minna verið að rokka í 103-105 kg svo nú á að koma sér niðurfyrir þetta. Markmiðið var að vera kominn undir 100 kg 18. júlí (í dag) og vera svo á bilinu 95-98 kg þann 23. ágúst - og að halda mér þar að staðaldri í framtíðinni. Held að þetta sé bara fín þyngd fyrir mann sem er 193 cm á  hæð.

Eftir 12 km hlaup í dag var ég spenntur að vita hvort ég væri ekki kominn undir þriggja stafa töluna en tölur undanfarið gáfu til kynna að svo gæti alveg farið.  Ég var svo viðbúinn að fara að ráðum félaga míns og skella mér í gufuna í nokkrar mínútur ef einhver grömm vantaði upp á að ná þessu markmiði. En viti menn, ekki þurfti ég að fara í gufuna því eftir að hafa stigið á vigtina var ég leikandi létt kominn undir 100 kg - vigtaðist 99,00 kg með myndavél í hendinni. Nammibindindið hefur því verið að skila 3-4 kg rýrnum á mér, þessar tæpu 4 vikur sem það hefur staðið yfir, jafnvel þó ég hafi óvart svindlað örlítið einu sinni eða tvisvar. 

Vigtin

Mynd dagsins er af vigtinni í karlaklefanum í Lágafellslaug þar sem ég hreinlega valtaði yfir þyngdarmarkmið dagsins. Samkvæmt plani átti ég að vera minna en 100 kg í vigtuninni í dag og eins og sjá má var ég sléttu kílói léttari en það - 99,00 kg - og það með myndavélina í hendinni! Alltaf gaman þegar maður nær markmiðum sínum Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með þetta kæri Pétur

Smá nammi annars slagið er nú bara hollt fyrir sálina. Allt er best í hófi :-)

Bestu kveðjur

Sigrún

Sigrún Þ (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband