Sigga sótt á flugvöllinn!

Fimmtudagur 17. júlí 2014

Seinni hluta kvöldsins í kvöld vörðum við Magnús Árni í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Þangað fórum við til að sækja Siggu, móðursystur mína. Hún býr í Danmörku og var að koma til landsins í kvöld til um 3 vikna Íslandsdvalar. Maðurinn hennar, Steen, átti ekki heimangengt strax en hann kemur til landsins eftir helgina.

Það var reyndar klukkustundarseinkun á vél Icelandair frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi þar sem einhver sem tékkaði sig inn í flugið mætti ekki út í vél. Það þurfti því að taka allar töskurnar út úr vélinni og hver farþegi að finna sínar töskur áður en skýrðist hvaða töskur í vélinni áttu ekki eiganda um borð. Að öðru leiti gekk flugið bara vel og það var gaman að hitta Siggu. 

Sigga P flugvöllur

Mynd dagsins er tekin í Leifsstöð nú í kvöld þar sem við Magnús Árni tókum á móti Siggu, móðursytur minni sem komin er til landins til góðrar dvalar með ættingjum og vinum Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband