Snjókoma í júlí!

Miðvikudagurinn 16. júlí 2014

Í kvöld átti ég leið á íþróttasvæðið hér á Varmá í Mosfellsbænum. Það væri svo sem ekki frásögur færandi nema að á tímabili vissi ég ekki hvort ég væri staddur í snjókomu um hávetur eða inn í bílaþvottastöð.

Ástæðan er að verða klassísk á þessum árstíma - á svæðum þar sem mikið er af öspum getur allt hreinlega orðið hvítt en öspin notar hálfgerða bómull til að dreifa fræum sínum. Þetta er akkúrart að gerast þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu eins og fjölmiðlar hafa verið duglegir að sýna með flottum myndum síðust daga. Mosó verður því líka að eiga sínar myndir af þessum skemmtilegu náttúruverkum.

snjókoma

Mynd dagsins er tekin á íþróttasvæðinu við Varmá í kvöld. Þar var allt orðið hvítt eins og snjókoma hefði gengið yfir en eins og flestir eru farnir að þekkja eru það aspirnar sem dreifa fræjum sínum með þessum hætti sem vissulega setur skemmtilegan svip á umhverfið í nokkra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband