Maturinn hennar mömmu!

Þriðjudagur 15. júlí 2014

Í kvöld kíktum við Magnús Árni í heimsókn til foreldra minna á Skagann. Þetta er nú bara 25 min keyrsla úr Mosfellsbænum þannig að við kíkjum stundum til þeirra í stuttar heimsóknir.

Í kvöld var stórleikur á Skaganum þegar heimamenn fengu KA í heimsókn í 1. deild karla í fótbolta. Það var því mjög fín blanda að kíkja á mat til mömmu og fara svo með pabba á leikinn, sem við og gerðum. Á vellinum hittum við margar gamlar knattspyrnukempur úr sögu Akranes og auðvitað ýmsa aðra. Úrslitin voru hins vegar ekkert til að tala ferkar um en að öðru leiti vorum við feðgar ánægðir með ferðina á völlinn. Þegar heim var komið var mamma svo búin að föndra fram ljúffenga eplaköku þannig að smá kuldi af vellinum og einhver smá vonbrigði með úrslitin gleymdust fljótt. 

 Maturinn hennar mömmu

Mynd dagsins er tekin á heimili foreldra minna, á Bjarkargrundinni á Akranesi. Þarna eru pabbi og Magnús Árni kominir inn eftir að hafa verið að horfa á leika á knattspyrnuvellinum. Fyrir ferðina á völlinn fengum við æðislegan fiskrétt að hætti mömmu og þegar til baka kom, beið okkar glæsilegur eftirréttur. Það er alltaf eitthvað ljómandi ljúffengt við að koma í matinn hennar mömmu Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband