15.7.2014 | 23:27
Keilukvöld í kvöld!
Mánudagurinn 14. júlí 2014.
Seinni partinn í dag fórum við fjölskyldan í keilu, reyndar þó án frumburðarins sem var að vinna. Við reynum að gera þetta einstaka sinnum enda mjög skemmtilegt fjölskyldusport þar sem allir geta tekið þátt. Við fórum í Egilshöllina og áttum þar frábæra stund. Úrslita verður kannski ekki getið hér en Svandís Erla stóð sig samt örugglega best miðað við aldur. Hún fékk reyndar að hafa grindur upp svo kúlan fór aldrei út af brautinni og svo er til þessar flottu græjur til að hjálpa yngsta fólkinu við að koma kúlunni af stað (veit ekki hvað þær græjur heita), sjá mynd.
Mynd dagsins er tekin í keiluferð fjölskyldunnar í dag. Alltaf gaman þegar fjölskyldan gerir eitthvað saman og keila er skemmtileg fyrir fjölskylduna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.