Grillað í lok HM

Sunnudagur 13. júlí 2014

Í dag endaði fimm daga ferð mín um Laugaveginn en ég gær komum við í Þórsmörk þar sem gist var að lokinni í göngunni. Þó ekki væri sól í Þórsmörk var flott veður; hlýtt og logn. Við fengum okkur því góðan göngutúr úr Langadal í Húsadal og komið var við í Sönghelli þar sem hópurinn tók nokkur lög við undirleik Ingimars tengdapabba á harmonikkuna.

Við vorum svo komin heim í Mosfellsbæinn seinni partinn. Þá var gott að komast í gott bað og heitan pott áður en við grilluðum stæður af steikum fyrir úrslitaleikinn á HM - leik Þýskalands og Argentínu. Það var því gott að vera nýbaðaður og úttroðinn að grillkjöti þegar leikurinn hófst. Ég var svo steinsofnaður fljótlega eftir að leiknum lauk.

HM úrslit 

Mynd dagsins sýnir okkur fjölskylduna (nema Ingu sem tók myndina) vera búna að koma okkur vel fyrir til að horfa á úrslitaleik HM nú í kvöld. Eftir mikið grillkjötsát var ís í eftirrétt (ekki samt fyrir mig vegna nammibindindis sem ég er í) og rann hann vel ofan í krakkana yfir leiknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ha?! Nammibindindi?! Enn eina ferðina?! ;-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 16.7.2014 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband