Óveður í Álftavatni!

Föstudagurinn 11. júlí 2014

Þessa dagana er ég að ganga hina vinsælu gönguleið Laugaveginn. Dagurinn í dag hófst á mjög eftirminnilegan hátt því seinni partinn í gær fór að rigna og hvessa all hressilega. Upp úr kl 22 í gærkvöldi skall á óveður og það átti aldeilis eftir að raksa ró okkar.

Við áttum pantaða gistingu í stóra skálanum í Álftavatni og héldum okkar fínu kvöldvöku í friði og ró í gærkvöldi, amk framan af. Kvöldvakan varð þó heldur endansleppt því eftir því sem á leið á kvöldið byrjuðu hraktir tjaldbúar úr nágrenninu að streyma inn í Skálann. Um kl 23 vorum við hressustu í hópnum komnir út í björgunarstörf enda voru þá tjöld byrjuð að rifna út um allar trissur og búnaður og dót úr tjöldunum farið að fjúka í allar áttir. Sjálfsagt voru hátt í 100 manns sem ætluðu að gista í tjöldum þarna þessa nótt en um kl 23 var tekin ákvörðun að allir tjaldbúar skyldu fluttir inn í skála. Þar komu þeir í misjöfnu ástandi, hraktir og blautir og með rifin tjöld og brotnar tjaldsúlur.

Allt gekk þó vel og engum varð meint af. Um miðnættið var hins vegar orðið ljóst að inn í skálanum voru allt of margir og ástandið farið að minna á sardínudós. Öll rúm voru upppöntuð og aðrir stóðu á miðju gólfi. Það var því gripið til þess ráð að fá rútu sem var á staðnum til að flytja 50-60 mest hrökktustu ferðalanganna í burtu af svæðinu og fengu þeir inni í félagsheimili í fljótshlíðinni. Þrátt fyrir þetta sváfu um 20-30 manns í flatsæng um allan skála (fyrir utan þá sem í rúmum voru) og sváfu margir þeirra sjálfsagt ekki vel. Flestir tjaldbúanna voru útlendingar sem voru hálf-skelkaðir yfir þessu íslenska sumarveðri.

Fljótlega eftir að við vöknuðum varð veðrið orðið ágætt og ferð dagsins yfir í skálan í Emstrum gekk vel, þrátt fyrir smá rok sem við fengum aðallaga í bakið. Eftir kvöldmatinn þar fór hópurinn í skemmtilega kvöldgöngu í Markarfljótsglúfur áður en slegið var upp kvöldvöku og söng að hætti hússins. Hér sváfu held ég allir mun betur en nóttina áður í Álftavatni.

Óveður álftavatn 

Mynd dagsins er tekin í nótt í skálanum í Álftavatni. Þarna eru hraktir tjaldbúar af svæðinu komnir inn eftir að óverður hafði rifið mörg tjöld, brotið tjaldsúlur og gert ýmsan óskunda. Held þó að engum hafi orðið meint af þó sumir hafi lítð sofið um nóttina og þröngt hafi verið á þingi Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband