9.7.2014 | 00:15
Fótboltavalkvíđinn mikli!
Ţriđjudagur 8. júlí 2014
Í kvöld var ég međ mikinn valkvíđa sem snérist um hvađ ég ćtti ađ gera af mér milli kl 20 og 22 í kvöld. Ţar sem ég er mikill fótboltaáhugamađur stóđ ég frammi fyrir miklum vanda. Á ţessum tíma fór fram, eins og frćgt er orđiđ, undanúrslitaleikur Brasilíu og Ţýskalands á HM í fótbolta en nákvćmlega á sama tíma datt einhverjum í hug ađ hafa toppslag í 2. deild karla í fótbolta hér á Varmárvelli í Mosfellsbć ţar sem Afturelding fékk Seltirningana í Gróttu í heimsókn.
Eftir ađ hafa hugsađ máliđ nokkuđ ákvađ ég ađ velja íslenska náttúru framyfir sjónvarpiđ og byrjađi á Varmárvelli og sjá til í hálfleik - ađ minnsta kosti gćti ég fariđ heim í hálfleik og náđ framlengingu og vítaspyrnukeppni á HM ef hún yrđi. Varmárvöllur bauđ upp á bestu skilyrđi til knattspyrnuiđkunar međ léttblautu grasi, logni og fínum hita. Hins vegar voru greinilega ekki margir sem völdu sama knattspyrnuvöll og ég. Ég held ég hafi aldrei séđ fćrri áhorfendur á leik á Varmárvelli, amk ekki í 2. deilld karla. Leikurinn á Varmárvellli var hins vegar mun meira spennandi en sá í Brasilíu ţó mínir menn hafi ađ lokum tapađ 1-2.
Mynd dagsins er tekin á Varmárvelli í Mosfellsbćnum í kvöld ţar sem ég ásamt örfáum öđrum valdi ađ horfa á knattspyrnuleik ţar í stađ ţess ađ kúra í sófanum og horfa á stórliđ heimsknattspyrnunnar, Brasilíu, kjöldregiđ á heimavelli sínum. En ljómandi fín kvöldstund á Varmárvelli í kvöld ţó úrslitin hefđu mátt vera betri og áhorfendur hefđu mátt vera ađeins fleiri. Fámennt og góđmennt eins og sjá má á myndinni - en kannski ekki furđulegt ţar sem stórleikur HM fór fram á nákvćmlega sama tíma
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.