Vitinn á Breiðinni!

Sunnudagur 6. júlí 2014

Þessari helgi hefur verið varið á bæjarhátíðinni Írskum dögum á Akranesi. Eitt af því skemmtilega sem gert var í dag var að heimsækja vitann á Breiðinni þar sem bæði er hægt að njóta útsýnisins yfir Akranes og nágrenni og skoða nýopnaða myndlistasýningu listamannsins Bjarna Þórs.

Vitinn (eða vitarnir) á Breiðinni á Akranesi (nánar tiltekið við Suðurflös) eru að verða eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna á Akranesi í dag. Sá hærri, sem er opin ferðamönnum er um 20 metra hár og var byggður 1944. Fyrir aðeins tveimur árum var ákveðið að opna vitann sem ferðamannastað og fór þar fremstur í flokki hinn kraftmikli Skagamaður Hilmar Sigvaldason. Inn í vitanum er nokkrar hæðir og er þar búið að safna saman ýmsum skemmtilegum upplýsingum um vitann. Þar er líka að finna flottar ljósmyndir frá félögum í Ljósmyndaklúbbi Akranes og ljóð sem Skaga-skáldið Sigurbjörg Þrastardóttir hefur þýtt. Síðasta fimmtudag var svo mikið húllumhæ í vitanum þegar listamaðurinn Bjarni Þór opnaði sýningu í vitanum og hana skoðuðum við í dag. Hljómburður í vitanum þykir einstaklega góður og á opnunina á sýningu Bjarna Þór mættu hvorki meira né minna en karlakórinn Fjallabræður til að syngja. Fjölmargir tónleikar hafa verið haldinir í vitanum og ýmsar aðrar uppákomur.

Vitinn er þó ekki fyrir mjög góður staður fyrir lofthrædda eða lítil börn en fyrir alla aðra ætti að vera mjög gaman að koma þarna og njóta útsýnisins að innan sem utan. Annar viti, sem er bæði lægri og eldri, er þarna skammt frá og er einnig gaman að ganga að honum ef maður er á annað borð kominn á svæðið.

Vitinn 

Mynd dagsins er tekinn i Vitanum á Breiðinni í dag. Þarna erum við Magnús Árni komnir upp á topp með Akranes og Akrafjall í baksýn. Flott útsýni og gaman að heimasækja vitann og skoða sýningu listamannsins Bjarna Þórs Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband