Brekkusöngur Írskra daga!

Laugardagurinn 5. júlí 2014

Þessa helgina eru við á Akranesi, uppeldisbæ mínum, en þar fer fram bæjarhátíðin Írskir dagar í 15 sinn. Síðustu ár höfum við alltaf reynt að kíkja eitthvað á hátíðina enda mjög gaman að koma á Skagann og hitta gamla vini og kunningja.

Vinahópur minn stendur svo fyrir einum fjölmennasta viðburði hátíðarinnar, Brekkusöng, sem fram fór í kvöld. Þetta var í sjötta skiptið sem Brekkusöngurinn  og venjulega mæta kringum 2.000 manns til að syngja saman. Þrátt fyrir kalsaveður og vítaspyrnukeppni í leik Hollands og Kosta ríka á HM, var ljómandi fín mæting í Brekkusöng kvöldsins. Tæplega 2.000 manns mættu og tóku hressilega undir með veðurguðinum Ingó, Ingólfi Þórarinssyni, sem stýrði söngnum þetta árið. Ingó tók hvern stórslagarann á fætur og endaði á að taka "Ég er kominn heim" og "Kátir voru karlar". Eftir sönginn var svo fjöllmennt á eitt stærsta ball landsins, Lopapeysuna, þar sem dansinn dunaði fram á nótt á tveimur sviðum.

árgangur71 

Mynd dagsins er tekin eftir Brekkusöng Írskra daga í kvöld. Þarna eru nokkrar af helstu sprautunum  í Árgangi71 (Club71) samankomnir ásamt Ingó Veðurguð, til að fagna eftir velheppnaðan Brekkusöng (það vantar samt nokkra). Þessi hópur stendur fyrir Brekkusöngnum ár hvert í samvinnu við Lopapeysuna og þetta verður bara skemmtilegra með hverju árinu Smile 

Til gamans kemur hér aukamynd frá brekkusöngnum í kvöld til að veita innsýn í kvöldið. Hér sjáum við söngstjórann Ingó í forgrunni og gott sýnishorn af sönguelskum Skagamönnum í brekkunni.

Brekkusöngur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband