Dr. Jójó og co.

Föstudagurinn 4. júlí 2014

Í hádeginu í dag lögðum við Inga leið okkar í Bæjarleikhúsið hér í Mosfellbænum. Þar vorum við að fara á spennandi leiksýningu þar sem Magnús Árni kom heldur betur við sögu.

Magnús Árni hefur undanfarnar tvær vikur verið á leiklistarnámskeiði í Bæjarleikhúsinu sem ber nafnið Leikgleði. Eins og nafnið gefur til kynna er búin að vera mikið fjör og mikil gleði. Í lok námskeiðisins settu krakkarnir upp stutt, frumsamin leikrit. Leikritið sem Magnús Árni tók þátt í bar nafnið Dr. Jójó og co. Magnús lék þar brjálað vísindamann (Dr. Jójó) sem hafði illar fyrirætlanir en eins og í flestum góðum ævintýrum náðist að stöðva hann á síðstu stundu og allt fór vel.

 IMG_1015

Mynd dagsins er tekin á leiksýningu krakkanna á "leikgleði" námskeiðinu í dag sem fram fór í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Þarna er Magnús í hlutverki hins brjálaða Dr. Jójó í atriði með Elísabetu vinkonu sinni. Gleði og gaman í bæjarleikhúsinu í dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband