Hvítagull!

Miðvikudagurinn 2. júlí 2014

Mynd dagsins er ekki tekin í fjallgöngu einhvers staðar á hálendinu eins og kannski mætti halda við fyrstu sýn. Síðustu daga hefur allur minn tími verið í garðinum við að laga eitt og annað. Eitt af því sem mikill tími hefur farið í er ganga frá svæði sem liggur milli grindverks við lóðina og götunnar. Þar ætlum við að sleppa öllum gróðri og setja hvíta möl til að fegra umhverfið. Við Magnús Árni fórum á stúfana í dag til að finna heppilegt efni til að framkvæma þetta. Fjöllin fyrir aftan mig eru því ekki ekki upp í óbyggðum heldur efni í haugum í malbikunarstöðinni Höfða.

 Hvítagull

Mynd dagsins er tekin í malbikunarstöðinni Höfða í dag þar sem við Magnús vorum við efnistöku vegna garðfræmkvæmda. Fyrir áhugasama er þetta er nánar tiltekið efni sem heitir Lysitt sem við Magnús vorum nú á að ætti frekar að heita Hvítagull Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband