Að vatna sig upp!

Mánudagur 30. júní 2014

Ég var í nokkrum vafa hvað ég ætti að hafa mynd dagsins í dag því það voru nokkrir möguleikar í boði. Á endanum ákvað ég að hafa það vatnsdrykkju!

Kannski nokkuð skrýtið? Ástæðan er samt sú að þegar við fluttum síðasta vetur (í annað húsnæði hér í Mosó) var ljóst að við þyrftum að fá okkur nýjan ísskáp. Við veltum þessu lengi fyrir okkur en sumir á heimilinu vildu endilega kaupa ísskáp með rennandi vatni og klakavél. Í fyrstu fannst mér það hinn mesti óþarfi en rökin með þessu voru alltaf sú að margir sem eiga svona ísskápa segja að vatnsneyslan á heimilinu aukist við þetta. Hljómar ekkert rosalega vel í byrjun. En á endanum gaf ég mig og keyptur var ísskápur sem gerir klaka og hefur ískalt rennandi vatn stöðugt tilbúið.

Og viti menn! Núna hálfu ári seinna hef ég tekið eftir að bæði vatnsdrykkja mín, sem og annara heimilismanna hefur aukist til muna. Og ekki bara það heldur virðist þetta ekki bara vera "nýjabrum" heldur er þetta ennþá viðvarandi eftir allan þennan tíma. Vatn er auðvitað mjög æskilegur drykkur við allar aðstæður sem flestir hafa bara gott af að drekka mikið og reglulega. Þess utan drekk ég, sem og annað heimilisfólk, nú vatn frekar en ýmislegt annað og það er af hinu góða.

Ég er því að sannfærast þessa dagana að þessi fjárfesting sé að skila sér og vonadi leiðir hún til aðeins heilbrigðari lífshátta hér á heimilinu. 

Vatn

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna við að vatna sig upp í nýja ísskápnum. Umdeild kaup á sínum tíma en þessi ísskápur sem gerir klaka og með ísköldu rennandi vatni virðist vera sanna gildi sitt hjá fjölskyldunni þar sem vatnneysla okkar allra er ennþá töluvert meiri en hún var fyrir kaupin, þó rúmlega hálft ár sé liðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband