Grillandi gaman

Laugardagurinn 28. júní 2014

Þar sem veðurspá fyrir helgina er óvenjugóð (miðað við rigningadagana undanfarið) var ákveðið að fjölskyldan yrði heima um helgina við að mála, dytta að og fleira, en hér á heimilinu bíða ansi mörg verkefni úrlausnar.

Við áttum flottan dag þar sem ýmis mál komust áfram. Þar sem við vorum því öll orðin glorhungruð um kvöldið var ákveðið að skella í smá grillveislu. Í heimsókn komu feðgarnir Halli, Margreir og Jón Árni og var hraustlega tekið á því í áti (og aðeins í drykk) þannig að úr var ljómandi skemmtileg kvöldstund í fallegu sumarkvöldinu.

IMG_1010

Mynd dagsins er tekin í grillveislu kvöldsins þar sem feðgarnir Halli, Margeir og Jón Árni kíktu í heimsókn og áttu með okkur ljómandi fína kvöldstund Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband