Tjaldað í Tindfjöllum

Laugardagurinn 21. júní 2014

Þessa helgina verðum við Inga í Tindfjöllum.  Þar ætlum við að dvelja og ganga á helstu tinda á svæðinu en hápunktur ferðarinnar verður tilraun við tvo hæstu tinda tindfjalla - Ými og Ýmu. Við erum átta saman í hópi.

Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum og eru staðsett fyrir ofan Fljótshlíð, gróflega séð mitt á milli Heklu og Eyjafjallajökuls. Þar er líka lítill jökull, Tindfjallajökull.  Þetta er vinsælt svæði á veturna meðal vélsleðamanna og fyrir göngufólk er svæðið að verða vinsælla enda mjög skemmtilegt og mikið útsýni ef skyggni er gott.

Dagurinn í dag var hins vegar ekki góður þar sem mikil þoka var allan daginn. Við ætluðum að fara á fjóra tinda í dag en vegna veðursins urðu þeir bara tveir: Búri og Hornklofi. Þetta var samt ljómandi fínn dagur.

Tjaldað í tindfjöllum

Mynd dagsins er úr Tindfjöllum og sýnir Ingu við tjaldsvæðið okkar í grösugum dal við lygnan læk í sumarblíðu. Kannski ekki alveg en við fundum mjúkan sand til að tjalda í og fínan læk þar sem við sváfum vel enda fór mikil orka í að puða í þokunni í Tindfjöllum í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband