20.6.2014 | 22:57
Magnús temur drekann!
Föstudagur 20. júní 2014
Fyrir nokkuð löngu var ég búinn að lofa Magnúsi Árna bíóferð. Það var ákveðið að uppfylla það loforð seinni partinn í dag þegar við fórum og sáum kvikmyndina "Að temja drekann sinn 2".
Eins og nafnið gefur til kynna er þetta framhaldsmynd af fyrri mynd með sama nafni. Myndin fjallar um unglinga sem búa í víkingaþorpi á eyju en þorpsbúum hefur tekist (sbr fyrri myndina) að temja dreka og nota þá sem mikilvæg gæludýr sem og þarfasta þjóninn. Það er líf og fjör í myndinni en við Magnús vorum nú sammála um að mynd nr 1 væri töluvert skemmtilegri.
Mynd dagsins er af Magnús Árna að fara í bíó núna seinni partinn. Kominn með popp og kók og stillti hann sér upp við auglýsingaspjald fyrir myndina "Að temja drekann sinn 2" sem við feðgar sáum í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.