Valdís á Kvennadaginn!

Fimmtudagurinn 19. júní 2014

 

Þó það hafi verið grenjandi rigning seinni partinn í dag og í allt kvöld, ákváðum við Magnús Árni samt að heimsækja flottustu ísbúð bæjarins, Valdísi, sem er út á Grandagarði.

Mig minnir að þessi ágæta ísbúð hafi opnað fyrir um ári síðan og í þessi 2-3 skipti sem ég hef komið þarna hefur verið fullt út úr dyrum (óháð veðri). Amk tvisvar höfum við nú hætt við að versla þarna þar sem númerakerfið hefur látið mann vita að það séu um 50 manns að bíða á undan manni í röðinni. Í rigningunni í kvöld voru ekki nema 10 á undan okkur í röðinni (og búðin hélt áfram að fyllast eftir að við komum inn) svo við létum okkur hafa það að bíða núna enda gengur afgreiðslan tiltölulega hratt. Þessi skemmtilega ísbúð hefur þá sérstöðu að gera ísinn sjálf í ýmsum bragðtegundum og ekki síður bakar hún brauðin undir ísinn á staðnum. Þó ísinn sé mjög góður finnst mér nú brauðið vera punkturinn yfir i-ið hjá þeim, þau eru alveg svakalega góð.

valdís

Mynd dagsins er tekin í Ísbúðinni Valdísi á Grandagarðinum í kvöld. Við Magnús Árni áttum leið þarna hjá og stóðumst ekki mátið að fá okkur aðeins næringu í tilefni Kvennadagsins sem var góður ís í ennþá betra brauði. Mjög gaman að koma þarna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband