17.6.2014 | 23:33
Fjör hjá frændsystkinum
Mánudagur 16. júní 2014
Í dag erum við fjölskyldan stödd á Akureyri í stuttu stoppi vegna útskriftar á Þjóðhátíðardaginn (sjá færslu 17. júní). Dagurinn fór að mestu í undirbúning fyrir morgundaginn en einnig brugðum við okkur nú í sund, skoðuðum Kjarnaskóg og fleira.
Undir kvöld fórum við í heimsókn til Guðna frænda og fjölskyldu hans sem býr á Akureyri. Dóttir Guðna og Hrafnhildar, Eva Guðný fermdist um páskana en því miður áttum við ekki heimangegnt í veisluna þá. Því var á stefnuskránni að gera bragarbót á þeim málum og heilsa upp á fermingarbarnið og fjölskylduna við fyrsta tækifæri sem var einmitt núna. Við áttum hjá þeim góða stund bæði inni og úti en veðrið var ljómandi fínt langt fram á kvöld.
Mynd dagsins er tekin á Akureyri nú undir kvöld. Þarna eru frændsystkinin Svandís Erla og Leifur Ingi (sonur Guðna og Hrafnhildar) að leika sér í sandkassanum hans Leifs og þar var mikið fjör eins og sjá má á myndinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.