Vertu nú með upp í Vatnaskóg...

Þriðjudagurinn 10. júní 2014

 

Það var líf og fjör fyrir utan félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg í morgun. Þá voru um 100 drengir að leggja í hann til tæplega vikudvalar í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Þar á meðal var yngri sonurinn á heimilinu, Magnús Árni. Magnús Árni var að fara í fyrsta sinn í Vatnaskóg en í vetur ákváðu fimm vinir að fara saman og nú var stóra stundin runnin upp. Þetta verður án efa mikið ævintýri og reynsla fyrir þá alla sem skilur eftir góðar minningar sem einhverjar geymast án efa alla ævi. Það hlýtur að vera holt fyrir alla að komast burtu í nokkra daga frá sjónvarpi, tölvum, símum og sælgæti Cool

Sjálfur fór ég þrisvar í Vatnaskóg (ef mig minnir rétt) og þetta var þvílíkt ævintýri í hvert skipti. Maður á ótrúlega margar góðar minningar frá þessum tima. Ég hef eitthvað verið að rifja þetta upp með Magnúsi síðustu daga en uppgötvaði fljótt að sjálfsagt væri þetta eitthvað breytt þar sem það eru rúm 30 ár síðan ég var þarna strákur! Engu að síður höfum við geta spjallað marg og sjálfsagt er starfsemin þarna í grunnin alltaf sú sama. Held að allir komi til baka sem betri og þroskaðri einstaklingar eftir dvöld í sumarbúðunum í Vatnaskógi.

Vatnaskógur 

Mynd dagsins er tekin í rútunni rétt fyrir brottför pilta í 2. flokki í Vatnaskóg nú í morgun. Það var mikil spennan í loftinu hjá Magnúsi Árna og vinum hans áður en lagt var af stað og ég náði aðeins að fanga stemminguna hjá piltunum. Á myndinni eru frá vinstri: Anton, Óli, Dagur (fyrir aftan), Eyþór og Magnús Árni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband