Snafsalaus á Snaps - en samt gaman!

Mánudagurinn 9. júní 2014

 

Í hádeginu í dag hitti ég tvo gamla vini - þá Guðjón og Eirík. Við mæltum okkur mót á tiltölulega nýjum (að ég held) veitingastað, Snaps bistro bar, sem staðsettur er á Þórsgötu, í sama húsi og hótel Óðinsvé. Þetta er bara hinn flottasti staður og maturinn var mjög fínn. Fyrir 20 árum hefðum við félagarnir örugglega prófað alla "snafsa" sem þarna eru í boði en í dag vorum við aðeins rólegri í tíðinni þó við höfum setið í dágóðan tíma í þessu fína umhverfi.

Það er alltaf gaman að hitta góða félaga; rifja upp gamlar sögur og segja nýjar, fá uppfærslu um stöðu mála hjá hverjum og einum, fara yfir helsta slúðrið og margt fleira. Við Guðjón höfum alltaf náð að hittast reglulega gegnum árin þó hann hafi bæði prófað að búa í Danmörku og Svíþjóð en Eirík hef ég hitt mun sjaldnar enda er flutti hann til landsins með fjölskylduna til landsins fyrir rúmu ári eftir um 10 ára samfellda dvöl í Svíþjóð. 

snaps 

Mynd dagsins er tekin á veitingastaðnum Snaps í hádeginu í dag þar sem ég átti góða stundu með gömlum félögum - þeim Guðjóni og Eríki. Þó borðhaldið hafi verið alveg snafsalaust að þessu sinni var samt mjög gaman hjá okkur félögunum Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband