8.6.2014 | 23:07
Hvítasunnuhangikjötið
Sunnudagur 8. júní 2014
Á sumum heimilum er engin stórhátíð nema borðað sé hangikjöt. Það gildir að minnsta kosti hjá tengdapabba og því bauð hann til veislu í dag. Ingimar tengdapabbi býr í Reykholti í Biskupstungum og því voru hæg heimatökin að heimækja hann þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti í Úthlíð yfir nóttina. Þar sem Inga gat ekki borðað með okkur voru foreldrar mínir drifinir með í átið "svo einhver með viti gæti útbúið jafninginn" eins og það var orðað. En jafningurinn er auðvitað alveg ómissandi með hátíðarhangikjötinu. Veislan heppnaðist vel og tóku veislugestir vel til matar síns að sögn staðkunnugra eða bara eins og góðri hangikjötsveislu sæmir.
Mynd dagsins er tekin í hádeginu í dag hjá Ingimar tengdapabba þar sem við snæddum með honum Hvítasunnuhangikjötið með öllu tilheyrandi. Tók reyndar ekki eftir að það er ansi lítið af hangikjöti á myndinni, en það er einfaldlega vegna þess að veislugestir tóku vel á því. Fyrir þá sem lítið til þekkja en vilja vita, eru á myndinni frá vinstri: undirritaður, Ingimar, Mamma, Magnús Árni, pabbi, Ágúst Logi og Svandís Erla. Þetta er jafnframt fyrsta myndin hér í ljósmyndadagbókinni þar sem öll afkvæmi okkar Ingu sjást á sömu myndinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.