Í bústað hjá ömmu og afa

Laugardagurinn 7. júní 2014

 

Það var verið að benda mér á að það væri ekki ennþá komin mynd af prinsessunni á heimilinu í ljósmyndadagbókina þannig að það verður að gera bragarbót á því. Hún heitir semsagt Svandís Erla og er fædd í mars 2011. Hún var því ekki komin til sögunnar þegar ljósmyndadagbókin var í gangi á árunum 2009-2010.

Seinni partinn í dag fórum við í heimsókn til mömmu og pabba í sumarbústaðinn þeirra í Úthlíð. Þar er alltaf gaman að koma og líf og fjör var að vanda. Grillið var dregið fram og lambakjöt snætt með öllu tilheyrandi. Þegar allir voru sofnaðir enduðum við pabbi á að skella okkur í pottinn eftir góðan dag og ræddum þar lífið og tilveruna.

með ömmu og afa 

Mynd dagsins er tekin í sumarbústað mömmu og pabba þar sem við áttum góða kvöldstund. Þarna er Svandís Erla með ömmu og afa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband