Opnað á Neyzluna

Fimmtudagur 5. júní 2014

 

Með árunum eru saga, menning og lifnaðarhættir - bæði hér heima og erlendis - sífellt að verða stærra og stærra áhugamál hjá mér.  Kom því aðeins við á Árbæjarsafni í dag þar sem ég var viðstaddur opnun á nýrri sýningu sem þar hefur verið sett upp og er að mér skilst önnur sýningin sem hið nýja Borgarsögusafn opnar. Þessi sýning ber nafnið Neyzlan - Reykjavík á 20. öld. Þetta er ansi hreint skemmtileg sýning en eins og segir í kynningatexta sýningarinnar þá var eitt af megin einkennum 20. aldarinnar (umfram önnur tímabil) aukin framleiðsla og neyzla. Hér á Íslandi þróaðist samfélagið úr sjálfsþurftarbúskap til tæknivædds markaðsbúskapar á nokkrum áratugum. Og auðvitað hafði þetta gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks.

Nýja sýningin er mjög áhugaverð hvað þetta varðar og sýnir hvernig neyzluþjóðfélagið verður smá saman til. Uppsetningin er mjög smart en skemmtilegast er auðvitað að skoða gamlar neyzluvörur frá fyrri tíð sem maður man eftir, en hefur kannski ekki séð áratugum saman.

Neyzla 

Mynd dagsins er frá sýningunni Neyzlan - Reykjavík á 20. öld, sem opnaði í dag. Ég stóðst ekki mátið og smellti mynd af gömlu góðu mjólkurfernunum. Þessar hef ég ekki séð mjög lengi en hver man ekki eftir þeim? Eða er ég kannski orðinn svona gamall? Cool 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband