4.6.2014 | 22:54
Útskrift úr 5. bekk
Miðvikudagurinn 4. júní 2014
Í morgun vorum við Inga viðstödd skólaslit 5. bekkjar í Lágafellsskóla hér í Mosó. Þar var yngri sonurinn (Magnús Árni) að útskriftast út í sumarið úr 5. bekk. Þetta var stut en falleg athöfn. Eftir ræðu skólastjórans og deildarstjóra miðstigs á sal, fóru allir bekkirnir í sínar stofur þar sem umsjónarkennarar afhentu vitnisburði vetrarins og föðmuðu krakkanna í þakklætisskyni fyrir veturinn. Magnús hefur verið hjá mjög fínum kennara í vetur, henni Maríu Leu, sem hefur staðið sig með mikill prýði í alla staði. Skólastlit eru alltaf skemmtileg og mikil eftirvænting fyrir sumrinu var greinilega í hópnum.
Mynd dagsins er af Magnúsi Árna sem fagnar hér vel að vera útskrifaður út í sumarið úr 5. bekk Lágafellsskóla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.