Af hetjum Game of Thrones

Mánudagur 2. júní 2014

 

Þó ég horfi ekki mikið á sjónvarp gerist það einstaka sinnum. Einn af mínum uppáhaldsþáttum þessi misserin er Game of Thrones. Nú er í gangi fjórða serían af þessum vinsæla myndaflokki víða um heim. Þættirnir hafa að hluta til verið teknir upp hér á landi síðustu ár - t.d. á Þingvöllum og í Dimmuborgum.

Fyrir þá sem ekki til þekkja, þá fjalla þessir þættir, í stuttu máli, um mannlegt eðli í óskilgreindum heimi miðalda þar sem ættir og bandalög berjast um landsvæði, peninga og völd. Litríkar persónur eru auðvitað mikilvægar, ástir og svik - og atburðarrásin bara oftast spennandi þó þættirnir þyki nú frekar "brútal".

Það er alltaf gaman þegar Ísland kemur við sögu í erlendum stórmyndum og sjónvarpsþáttum og ákveðið hámark í því sambandi var einmitt í þætti kvöldsins, þegar "íslenska hetja" þáttanna - persónan "the Mountain" - sem leikinn er af kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem er rúmir tveir metrar á hæð, þarf að heygja eitt magnaðast einvígi þáttaraðarinnar. 

The-Mountain-That-Pies 

Mynd dagsins er fengin að láni úr netheimum og er af kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni í einu af atriðum hans í Game of Thrones. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband