Sjómannadagurinn hefst í Fossvoginum

Sunnudagur 1. júní 2014

 Í dag er Sjomanndagurinn sjálfur. Þá er jafnan mikið um að vera hjá mér enda vinn ég hjá Sjómannadagsráði sem einmitt var stofnað á sínum tíma til að koma á fót Sjómannadeginum sem haldinn hefur verið hátíðlegur óslitið síðan árið 1938.

unnamed 

Mynd dagsins er tekin í Fossvogskirkjugarði við Minningaröldur Sómanna. Á þennan minnisvarða eru letruð nöfn sjómanna sem hafa drukknað og týnst á hafi úti. Þarna byrjar jafnan Sjómannadagurinn hjá mér en kl 10 að morgni ár hvert fer fram stutt minningarathöfn þar sem fulltrúar Sjómannadagsráðs, Landhelgisgæslu og fleiri aðila eru viðstaddir. Á miðri mynd má sjá sr Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest sem stýrir athöfninni sem er í sjálfu sér mjög einföld en nokkuð mögnuð að upplifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband