11.4.2010 | 22:52
Fræðslukvöld um Fimmvörðuháls
Miðvikudagur 31. mars 2010
Í kvöld fórum við Inga á fræðslu- og myndakvöld hjá Ferðafélagi Íslands þar sem fjallað var um eldgosið á Fimmvörðuhálsi sem hófst á dögunum. Þar voru um 200-300 manns samankomnir til að hlusta á Harald Sigurðsson eldfjallafræðing og Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðing skýra í máli og myndum frá eldgosinu, þróun þess og líklegri framvindu. Haraldur er heimsþekktur eldfjallafræðingur sem hefur á langri starfsævi unnið að rannsóknum á eldfjöllum víða um heiminn. Erindi hans var mjög skemmilegt og fróðlegt. Steinunn Jakobsdóttir verkefnastjóri jarðváreftirlits á Veðurstofu Íslands en sú stofnun vakir yfir öllum eldfjöllum Íslands og sagði hún frá því starfi. Dagskráin hófst reyndar á því að jarðeðlisfræðingur sem staddur var í Þórsmörk lýsti í gegnum síma fyrir viðstöddum þegar ný gossprunga var að opnast á Fimmvörðuhálsinum en það var bara að rétt að gerast á sama tíma og kvöldið hófst. Það var ansi tilkomumikið. Fróðlegt og skemmtilegt kvöld - nú verður maður bara að fara að drífa sig á gosstöðvarnar.
Mynd dagsins er fengin af láni og sýnir eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi. Við Inga vorum á mjög fróðlegu og skemmtilegur fræðslukvöldi um eldgosið nú í kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.