11.4.2010 | 22:39
Fartölva hjá fermingardrengnum
Þriðjudagur 30. mars 2010
Síðustu 2-3 dagar hafa farið mikið í það að spá og spukulera um fartölvur. Eins og fram kemur hér í nokkuð mörgum færslum, fermdist eldri sonurinn á heimilinu síðast liðinn sunnudag. Hann helsta óska var að eignast fartölvu ef fermingarpeningarnir dyggðu til þess og veittum við foreldranir samþykki til þess. Hann fékk nægan pening í gjafir fyrir fartölvu og höfum við í gær og dag verið að þræða hinar ýmsu tölvubúðir; fá ráð og bæklinga til að bera saman bækur okkar. Það er ennþá alveg ótrúlega hröð þróun í þessum tölvuheimi og nánast daglega kemur fram ný fartalva sem er aðeins betri en sú síðasta. Það er því í mörg horn að líta þegar að kemur að vali á fartölvu. Til að gera langa sögu stutta komist við feðgar að niðurstöðu í dag og rétt fyrir klukkan 19 fjárfesti pilturinn í nýrri fartölvu að Toshiba-gerð í ELKO (undirtegund og raðnúmerum öllum er ég löngu búin að gleyma en tölvan á að vera mjög góð).
Mynd dagsins er fermingardrengnum með nýju fartölvuna sem hann keypti í dag - svakalega ánægður með kaupin enda má hann bara vera það!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.