11.4.2010 | 13:54
Ferming Ágústar Loga
Sunnudagur 28. mars 2010
Í dag er fermingardagur frumburðarins á heimilinu, Ágústar Loga. Við fórum snemma á fætur og við feðgar drifum okkur í sund hér í Lágafellslaug í Mosfellsbænum. Við slökuðum vel á í heita pottinum og náðum góðu baði fyrir stóra daginn. Það var líka ágætt að létta aðeins á áganginum á baðherberginu heima fyrir. Eftir heimkomu var farið í sparifötin og fermingardrengur keyrður til kirkju þar sem hann var mættur kl. 9:45 eða þremur korterum fyrir athöfnina. Við fjölskyldan vorum svo mætt í kirkjuna tímanlega og fengum sæti á fremsta bekk í fermingarguðþjónustunni. Veðrið var hið fegursta. Athöfnin gekk mjög vel og var falleg en alls voru 15 börn fermd í Lágafellskirkju nú í morgun. Eftir athöfnina héldum við í félagsheimilið Hlégarð hér í Mosfellsbænum þar sem um 70 ættingjum og vinum var boðið til veislu. Veislan hófst kl. 13 og var boðið upp á hlaðborð en á eftir fylgdu heimabökuð kransaka og fermingarterta úr Mosfellsbakaríi. Veislan tókst mjög vel í alla stað og við foreldrarnir og fermingardrengurinn voru gríðarlega ánægð með daginn. Um fimm-leitið voru gestirnir farnir og þá héldum við fjölskyldan ásamt ömmum, öfum og nokkrum öðrum góðum gestum heim á leið þar sem við áttum góða stund saman við að opna fermingargjafir og skoða skeyti sem drengurinn fékk. Flestar gjafirnir voru reyndar peningar en fyrirfram hafði Ágúst gefið út að hann vildi reyna safna sér fyrir góðri myndavél og fartölvu og þau markmið náðust.
Mynd dagsins er reyndar frá ljósmyndatökunni á föstudaginn og sýnir fermingardrenginn Ágúst Loga fagna því að vera búinn að fermast. Glæsilegur dagur dagurinn í alla staði og við fjölskyldan eru gríðarlega ánægð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.