Fermingarmyndatakan

Föstudagurinn 26. mars 2010

Eins og fram hefur komið áður á þessari síðu er frumburður fjölskyldunnar, Ágúst Logi, að fara að fermast á sunnudaginn (28. mars). Við foreldranir vorum bæði í fríi í vinnunni í dag enda er í mörg horn að líta svona rétt fyrir fermingu. Það er nú ekki ástæða til að rekja það allt hér en hápunktur dagsins var án efa um kaffileitið þegar fermingarmyndatakan fór fram. Við ákáðum að fara í fjölskyldumyndatöku í leiðinni þannig að allir fjölskyldumeðlimir drifu sig í sitt fínasta púss. Fermingarmyndatökur hafa nú aldeilis breyst með tímanum. Ólína Margeirsdóttir ljósmyndari vildi endilega fá drenginn með hluti sem tengjast áhugamálum hans og úr varð að hann tók með sér fótboltagalla, gítar og snjóbretti í myndatökuna. Myndirnar voru mjög glæsilegar margar hverjar og heppnuðust vel. Einhverjar verðum við búnar að fá á diski til að sína í fermingarveislunni sjálfri. En það var mikið hlegið í myndatökunni og skemmtileg stund fyrir okkur í fjölskyldunni en við höfum ekki farið fjögur saman áður í svona formlega myndatöku.

IMG_7239

Mynd dagsins smellti ég af í myndatökum fjölskyldunnar í dag. Þarna er verið að mynda bræðurna, Magnús og Ágúst, en Inga er að laga þá til. Skemmtilegur dagur Smile og spennan magnast fyrir ferminguna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband