Íslandsferð hjá Siggu, Steen og Aase

Fimmtudagur 25. mars 2010

Í kvöld brá ég mér í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Þangað fór ég til að sækja Siggu móðursystur mína, Steen manninn hennar og Aase móður hans, en þau voru öll að koma í Íslandsferð frá Danmörku þar sem þau búa. Það er alltaf gaman að fá þau til landsins en þau koma hingað 2-3svar á ári. Aðaltilefnið núna er nú ferming Ágústar Loga sonar míns, n.k. sunnudag. Það var ágætis veður í Leifsstöð þegar þau komu en aðalumræðuefnið á leiðinni til baka var eldgosið á Fimmvörðuhálsi sem hófst s.l. laugardag. Við fjölskyldan færðum þeim íslensk páskaegg og á mynd dagsins eru þær Sigga og Aase glaðbeittar með eggin sín í fanginu ásamt Ágústi Loga Grin

IMG_7397[1]

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband