Um leyndardóma stoðtækja

Miðvikudagurinn 24. mars 2010

Þar sem ég var nú að fjalla um gömul lækningatæki í færslu gærdagsins er aldeilis gaman að fara í færslu dagsins í dag. Nú í kvöld fór ég á spjallfund með tveimur "tæknimönnum" hjá stoðatækjafyrirtækinu Össuri, þeim Pálmari og Þórði. Þeir félagar voru með magnaða fræðslu um þetta merkilega fyrirtæki og ekki síður var farið yfir þróunina í gerviútlimum (ekki samt eins og mörg ykkar hugsaCool) síðustu árin. T.d. skoðuðum við þróun í hnjám og ökklum. Þarna er ótrúlega merkileg saga á ferð og margt hefur þróast og breyst hratt - sem betur fer fyrir þá sem á þessum hjálpartækum þurfa að halda. Þarna eru margir að öðlast gríðarleg lífsgæði sem flotið hefðu annars framhjá í mörgum tilfellum.

össur

Mynd dagsins er tengd umfjöllun um starfsemi stoðtækjafyrirtækisins Össurar nú í kvöld. Þarna er ég með ökla í fanginu - þetta er víst ekki einu sinni nýjasta týpa og gaman að sjá að mikil framþróun er í þessum fræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband