7.4.2010 | 22:39
Göngutúr í góða veðrinu
Laugardagurinn 20. mars 2010
Í verðurblíðunni í dag ákvað ég að skella mér í góðan göngutúr. Inga var að vinna og strákarnir frekar latir í morgunsárið. Ég dreif mig því af stað og rölti héðan úr Mosfellsbænum yfir í Grafarvog og hélt ferð minni áfram gegnum Grafarvoginn og Bryggjuhverfið yfir í Vogahverfið. Göngutúrinn var vel á þriðja tíma og yfir 20 km en var bara mjög hressilegur og skemmtilegur. Á eftir skelltum við Ágúst Logi okkur í sund og í kvöld áttum við fjölskyldan svo fínt kvöld saman.
Mynd dagsins er tekin í verðurblíðunni í göngutúrnum mínum í dag. Þessi mynd er tekin inn í Grafarvoginum, við Víkurvegin. Frábær gönguferð í góða veðrinu í dag!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.