7.4.2010 | 22:38
Nýtt hjúkrunarheimili opnar
Föstudagur 19. mars 2010
Í dag var í nógu að snúast í vinnu minni á Hrafnistu því eftir hádegið vorum við að vígja nýtt hjúkurnarheimili sem rekið verður undir nafni Hrafnistu - Hrafnista Kópavogi. Nýja hjúkrunarheimilið er samstarfsverkefni okkar á Hrafnistu, Kópavogsbæjar og Félags- og tryggingamálaráðuneytis. Við vigsluna var glæsileg dagskrá sem um 200 boðsgestir sóttu. Á eftir var svo opið hús fyrir starfsfólk Hrafnistu og opnuninni var fagnað langt fram á kvöld. Það voru mörg handtökin sem þurfti að klára í dag þannig að þessi hátíðisdagur myndi takast sem best. Það gerðist líka, þannig að dagurin í dag var sérstaklega vel heppnaður og ánægjulegur.
Mynd dagsins er tekin við vígslu á nýja hjúkrunarheimilinu í dag. Þarna er ég með Guðmundi Hallvarðssyni stjórnaformanni Sjómannadagsráðs (eiganda Hrafnistu), Árna Páli Árnasyni félags- og tryggingamálaráðherra og Gunnsteini Sigurðssyni bæjarstjóra Kópavogs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.