5.4.2010 | 15:06
Heimsókn í umtöluðustu sundlaug landsins
Fimmtudagur 18. mars 2010
Umtalaðasta sundlaug landsins þessi misserin er án efa sundlaugin á Álftanesi. Í umræðunni um fjárhagsvandræði þessa ágæta sveitafélags hefur oftar en ekki komið upp að nýja sundlaug þeirra Alftnesinga hafi verið mjög þungur baggi. Í dag ákváðum við feðgar að heimsækja þessa margumtöluðu sundlaug. Það var nú ekki margt um manninn en skemmtileg var laugin. Sjálfsagt er þarna ein stærsta rennibraut landsins sem er mjög skemmtileg (ég prófaði nokkrar ferðir). Mesta skrautfjöðurinn er þó öldu-sundlaugin en það er sérstök sundlaug sem hefur að geyma mikinn öldugang sem settur er af stað með reglulegu millibili. Þetta hef ég ekki áður séð á Íslandi en kynnst svona sundlaugum erlendis. Öldusundlaugar eru mjög skemmtilegar og laugin á Álftanesi vel heppnuð að þessu leyti, enda skemmtum við feðgarnir okkur mjög vel. Um pólitísk mál, eins og hvort réttlátt hafi verið að byggja þessa glæsilegu sundlaug í þessu frekar fámenna sveitarfélagi, ætla ég ekki að taka afstöðu - en þetta var fín sundferð hjá okkur!
Mynd dagsins er af Ágústi Loga og Magnúsi Árna fyrir utan sundlaugina á Álftanesi í dag. Rennibrautin stóra er í baksýn en öldusundlaugin verður nú sjálfsagt það eftirminnilegasta úr þessari finu sundferð okkar feðga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.