5.4.2010 | 15:06
Ráðstefna um nýjungar í heilbrigðisþjónustu
Þriðjudagur 16. mars 2010
Í dag sat ég ráðstefnu á vegum samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH), en ég gegni varaformennsku í þessum ágætu samtökum. Ráðstefnan, sem fór fram á Grand hótel, fjallaði um nýjungar í heilbrigðisþjónustu og var vel sótt. Þar var meðal annars rætt um öldrunarþjónustu, þjónustu við fatlaða og nýjungar hjá heilsustofnun náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, án þess að ég fari nánar út í umræðuefnið hér (sjá frekar á heimasíðu SFH, samtok.is). Ráðstefnan heppnaðist mjög vel og við í stjórninni vorum mjög ánægð með daginn.
Mynd dagsins er frá ráðstefnunni um nýjungar í heilbrigðisþjónustu í dag. Þarna er Gísli Páll formaður SFH að setja ráðstefnuna en við háborðið sitja Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra og Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona sem var ráðstefnustjóri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.