Kransakaka og súkkulaðifiðrildi

Mánudagur 15. mars 2010

Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu styttist nú óðfluga í fermingu eldri sonarins á heimilinu, Ágústar Loga. Eins og gerist og gengur er í mörg horn að líta í undirbúningnum. Í kvöld var verið að græja ýmislegt. Til dæmis fór Inga á kransakökunámskeið þar sem hún bakaði kransaköku fyrir veisluna. Eftir að heim var komið var svo farið í ýmislegt föndur. Það skal þó tekið fram að föndur er ekki mín sterkasta hlið en einhver verður að vera til að njóta Cool. Mynd dagsins sýnir súkkulaði-fiðrildi sem Inga galdraði fram og er bara nokkuð glæsilegt hjá henni!

IMG_7168

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband