5.4.2010 | 15:05
Snjólaust jöklanámskeið
Sunnudagur 14. mars 2010
Ég vaknaði snemma í morgun og hélt niður í höfuðstöðvar Ferðafélags Íslands þar sem ætlunin var að eyða deginum á jöklanámskeiði. Leiðbeinandi námskeiðsins var Jökull Bergmann jöklaleiðsögumaður. Efni námskeiðsins var ferðalög á jöklum, útbúnaður og grunnatriði í notkun hans. Ætlunin var að hafa bæði sýnikennslu og svo verklegar æfingar í snjó. Því miður var alveg orðið snjólaust í Bláfjöllum þannig að æfingar fóru bara fram utanhússs í rigningunni og innandyra þar sem hægt var að æfa hnúta og uppsetningar við sprungubjörgun.
Mynd dagsins er tekin á jöklanámskeiðinu í morgun. Í forgrunni er leiðbeinandinn Jökull Bergmann en eins og sjá má voru bara gerðar æfingar úti á túni þar sem allur snjór var farin úr Bláfjöllum þar sem æfa átti sprungubjörgun og fleira. Engu að síður mjög skemmtilegt og gagnlegt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.