Ljúffengt "lasanja"

Laugardagur 13. mars 2010

Við fjölskyldan áttum rólegan dag í dag. Um kaffileitið fór þó Inga að vinna þar sem hún var á kvöldvakt í kvöld. Við feðgarnir þurftum þó ekki örvænta að deyja úr hugri þar sem okkur hafði verið boðið í mat til Ívars og Elínar, vinafólks okkar sem búa í Hafnarfirði. Þar vorum við líka mættir (ekki alveg stundvíslega) kl. 19. Þar voru í heimsókn hluti Áshólssystra (sjá færslu gærdagsins). Eftir matinn settist ég niður með Ívar og Siggu en við ætluðum nú líka að nota tækifærið og skipuleggja gönguferð á Strandirnar sem farið verður í næsta sumar. Það gekk mjög vel og ferðatilhögun er nánast klár - nú er bara lokaskipulagning eftir. Mjög ánægjulegt kvöld!

IMG_7167

Mynd dagins er tekin í Hafnarfirðinum nú í kvöld. Þarna erum við að snæða ljúffengt "lasanja" sem Elín og Ívar töfruðu fram. Sonunum þótti þetta ansi gott og þeir hökkuðu kvöldverðinn í sig eins og þeir hefðu ekki fengið að borða í marga dagaCool. Á myndinni eru frá vinstri: Magnús Árni, Ágúst Logi, Sigga, Jóhann, Elín, Ívar, Margrét, Rakel og Anna Bára. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband