Harpa og svínaflensa

Fimmtudagurinn 11. mars 2010

Í dag var mér boðið að skoða tónlistarhúsið Hörpu sem er í byggingu við Reykjavíkurhöfn. Harpa verður hvorki meira né minna en 28.000 m2 að stærð. Þó margir segi að húsið eigi að vera verðugt minnismerki um "góðærið" sem hér ríkti á síðustu árum er húsið þó að mörgu leiti mjög athyglisvert. Hönnunin er sögð undir áhrifum frá náttúru Íslands. Meginhugmyndin með byggingunni er að skapa kristallað form með fjölbreyttum litum sem sóttir eru í nærliggjandi náttúru og gefur þeim er þess nýtur síbreytileg tilfinningaleg áhrif. Listamaður Olafur Eliasson hannaði svo glerhjúpinn sem umlykur húsið. Í húsinu eru svo þrír meginsalir sem liggja hlið við hlið; tónleikasalur, æfingasalur og ráðstefnusalur. Ennfremur verður 200 manna tónleikasalur á neðri hæð. Í dag var verið að kynna húsið sem framtíðar ráðstefnuhús. Við hönnun hússins var lögð áhersla á sveigjanleika þannig að húsið geti nýst allt til stærri viðburða eða að hægt verði að skilja ráðstefnurýmin algerlega frá öðrum rýmum þannig að mismunandi starfsemi fari fram á sama tíma í húsinu, án innbyrðis truflunar. Að auki verða fjölmargir minni salir sem munu nýtast til funda-og ráðstefnuhalds. Byggingin er reyndar ennþá mjög "hrá" en spenndi verður að fylgjast með þessu húsi í framtíðinni. Í kvöld fór ég svo á fræðslufund hjá Lyfjafræðingafélaginu sem haldin var á veitingastaðnum Silfur við Austurvöll. Þar voru um 70 lyfjafræðingar mættir til að ræða Svínaflensu - hvernig gengu aðgerðir og hvað gerðist næst. Einhverra hluta vegna var mér treyst fyrir fundarstjórninni Smile en engu að síður varð þetta bara hinn fróðlegasti og skemmtilegasti fundur sem stóð yfir í tvær klukkustundir.

Tónlistarhúsið við Austurhöfn

 

Mynd dagsins er af tónlistarhúsinu Hörpu við Reykjarvíkurhöfn, eins og það kemur til með að líta út. Í dag fékk ég að skoða húsið sem var mjög forvitnilegt og bara gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband