Heimsókn frá Þórshöfn

Mánudagur 8. mars 2010

Í kvöld fengum við fjölskyldan góða gesti í heimsókn. Þá kíktu til okkar Guðni frændi, Hrafnhildur kona hans og dóttirin Eva Guðný. Þau eru frekar sjaldséðir gestir því þau búa hvorki meira né minna en á Þórshöfn á Langanesi. Það er því heljarinnarmál þegar þau skreppa til höfuðborgarinnar. Samt er það miklu minna mál fyrir þau að koma hingað en fyrir ættingjana að heimsækja þau því það er mjög sjaldgæft að þau fái ættingjana í heimsókn til sín. Þau fjölskyldan voru boðin í kvöldmat hjá okkur og svo áttum við góða stund saman langt fram á kvöld enda um margt að spjalla þegar fólk hittist sjaldan.

 

IMG_3819

Mynd dagsins er tekin í heimsókn fjölskyldunnar frá Þórshöfn til okkar í kvöld; Hrafnhildur, Eva Guðný og Guðni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband