23.3.2010 | 21:44
Æskulýðsmessa í Lágafellskirkju
Sunnudagur 7. mars 2010
Seinni partinn í dag fórum við fjölskyldan í messu í Lágafellskirkju hér í Mosfellbænum. Sem liður í fermingarundirbúning eldri sonarins, Ágústar Loga, þarf pilturinn að mæta í amk 7 messur yfir vetrartímann. Æskilegt er að foreldrar/fjölskyldan taki eitthvað þátt í því. Í dag bauð Lágafellssókn upp á sérstaka æskulýðsmessu í samvinnu við íþróttafélag bæjarins, Aftureldingu. Við ákváðum því að öll fjölskyldan skildi skella sér í messuna. Það var hópur efnilegra krakka og unglinga sem sá um tónlistarflutning sem var mjög hress og skemmtilegur. Þetta var bara hin besta stund og synirnir skemmtu sér bara mjög vel í þessari æskulýðsmessu.
Mynd dagsins er tekin í æskulýðsmessunni í Lágafellskirkju í dag. Aldeilis óhefðbundin messa sem gaman var að taka þátt í.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.