21.3.2010 | 17:38
Heitasta tíska á heilsudögum
Föstudagur 5. mars 2010
Þessa viku hafa staðið yfir svokallaðir heilsudagar í vinnustað mínum, Hrafnistuheimilunum. Starfsamannafélög heimilanna standa þá fyrir þéttri dagskrá í heila viku. Hollustan er í fyrirrúmi hjá meistreiðslumeisturunum og boðið hefur verið upp á fjölbreytta dagskrá á hverjum degi. Þar á meðal eru göngutúrar og leikfimi auk ýmissa fyrirlestra og mælinga. Til dæmis hef ég verið mældur út og suður og fengið staðfest að blóðþrýtistingur og blóðsykur eru í góðu lagi. Í dag var svo slegið á létta strengi og haldinn búningadagur. Þá kom starfsfólk í einhverjum búningum í vinnuna. Við á skrifstofuni, sem klæðust hefðbundnum fötum dags daglega, sáum okkur leik á borði og klæddumst fötum sem aðhlynningarfólk Hrafnistu klæddist fyrir einhverjum áratugum síðan. Þetta framtak vakti mikla kátínu og m.a. rötuðu sumir starfsmenn á síður Morgunblaðsins fyrir vikið.
Mynd dagsins er tekin á heilsudögum á Hrafnistu eftir hádegi í. Við skrifstofugengið vorum, eins og áður segir, í gömlum fötum aðhlynningarfólks sem eru eins og sjá má alveg heitasta tíska sem í boði er. Þarna stillti ég mér upp í myndatökum ásamt mínum nánustu samstarfskonum þeim Hörpu, Ölmu og Soffíu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.