21.3.2010 | 16:54
Hugað að heilsuklasa
Fimmtudagur 4. mars 2010
Í kvöld fór ég á mjög forvitnilegan fund hér í Mosfellsbænum þar sem kynntar voru hugmyndir um heilsuklasa í Mosfellsbæ. Á fundinum voru um 60 manns og var umfjöllunaratriði fundarins að kanna hvort áhugi væri í bænum að koma á samstarfsvettfangi á sviði heilsutengdrar þjónustu. Nokkur áhugaverð erindi um málið voru haldin. Þar kom meðal annars fram að markmið Mosfellsbæjar með uppbyggingu á sviði heislutengdrar þjónustu er að tvöfalda fjölda starfa í heilsugeiranum á hverjum fimm ára tímabili og að Mosfellsbær verði leiðandi á sviði heilsueflingar og endurhæfingar á landinu. Frekari upplýsingar um umfjöllunarefni fundarins er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar (m.a. glærur allra framsögumanna). Eitt bitastæðast verkefnið hér í bænum er án efa opnun heilsþjónustufyrirtækisins PrimaCare sem stefnir á að byggja í vænum stórt einkareikið liðskiptasjúkrahús og hótel því tengdu. Þar hefur stefnan verið sett á að fyrsta aðgerðin fari fram 12.12 árið 2012. Sannarlega gaman að vera á þessum spennandi fundi nú í kvöld
Mynd dagsins er fengin að láni frá Mosfellsbæ og sýnir flesta þátttakendur á fundinum í kvöld um heilsuklasa þar sem mjög áhugaverð umræða fór fram. Ég sit þarna fyrir miðri mynd ef vel er leitað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.