21.3.2010 | 11:18
Jákvætt hópefli
Þriðjudagur 2. mars 2010
Í vinnunni í dag hlustaði ég á mjög skemmtilegan fyrirlestur frá Gunnari E. Steingrímssyni djákna í Gravarvogskirkjku. Umfjöllunarefnið var hópefli, sem hann skilgreinir sem jákvæða upplifun sem hópur fólks á saman og skilur eftir sig góðar minningar sem fólk getur nærst á í einhvern tíma á eftir. Hópefli má nota til að þjappa fólki saman, t.d. á vinnustöðum og búa til góða liðsheild, auka samheldni, efla traust og styrkja samskiptin. Jákvæðni gegnir lykil hlutverki í góðu hópefli enda undirstaða þess að hópeflið gangi vel, verði gaman og þjóni tilgangi sínum. Þetta var mjög gott spjall hjá Gunnari til að minna okkur á að bestu hlutirnir í lífnu þurfa ekki að vera flóknir eða dýrir.
Mynd dagins er af Gunnar E. Steingrímssyni að spjalla um jákvætt hópefli í mjög skemmtilegu erindi sem ég hlustaði á í dag. Auk þess lét Gunnar okkur gera nokkrar skemmtilega hópeflisæfingar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.