Komdu út að leika!

Sunnudagur 28. febrúar 2010

Loksins er kominn snjór hér sunnan heiða. Þetta er alveg frábært. Þar sem við fjölskyldan voru frekar upptekin í gær var ákveðið fara út í snjóinn að leika í dag. Ágúst Logi þurfti reyndar að vera inni vegna hálskirtlatökunnar (sjá færslu fimmtudagsins) en Magnús Árni fékk þá að njóta sín til fulls úti í snjónum með foreldrunum. Fyrst var búinn til snjókarl en svo gerðum við tvö snjóvirki með nokkra metra millibili. Þá var hægt að fara í æsispennandi fjölskyldusnjókast milli virkja sem var mjög skemmtilegt. Það er gaman að fara út að leika!

IMG_3797[2]

Mynd dagins er tekin út í snjónum hér í Hrafnshöfðanum í dag. Þarna er Magnús Árni með snjókarli fjölskyldunnar. Það er ekki oft sem við sjáum mikinn snjó hérna í Mosfellsbænum þannig að það er um að gera að nota helgina til að leika sér Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband